spot_img
HomeFréttirBirna: Erum klárar í allt!

Birna: Erum klárar í allt!

16:21
{mosimage}

(Birna Valgarðsdóttir átti góðan dag með Keflavík)

Birna Valgarðsdóttir átti góðan dag í liði Keflavíkur en hún setti niður 25 stig og tók 6 fráköst þegar Keflavík varð Powerademeistari fyrr í dag eftir góðan 82-71 sigur gegn KR. Birna er óðum að verða betri af hnémeiðslum sínum og segir sumarið hafa komið sér vel til að hvíla hnéð og að núna sé hún komin í 98% form.

Sumarið hefur farið vel í þig þó þú hafir ekki verið á fullu með landsliðinu?
Já já, ég tók mér smá hvíld út af hnémeiðslum og er að gera góða hluti núna svo ég er bara sátt.

Þið eruð ósigraðar á undirbúningstímabilinu og því væntanlega klárar í Íslandsmótið?
Já, við erum klárar í allt og rétt eins og í fyrra þá stefnum við núna á alla titla. Nú er einn kominn í hús og ég er bara bjartsýn á framhaldið.

Gott fyrir Keflavík að fá Bryndísi og Svövu til baka, en breytir það Keflavíkurliðinu eitthvað þar sem þær auka vissulega meðalhæðina?
Það er búinn að vera þvílíkur munur fyrir okkur að fá þær aftur en Bryndís gerir þetta hægt og rólega og þegar hún er orðin 100% þá erum við orðnar óstöðvandi.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -