spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaBirna eftir árið með Arizona Wildcats "Er mjög spennt fyrir framhaldinu"

Birna eftir árið með Arizona Wildcats “Er mjög spennt fyrir framhaldinu”

Fyrir tæpi ári síðan ákvað Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir að kveðja uppeldisfélag sitt og halda vestur um haf til þess að gangast til liðs við Arizona Wildcats. Wildcats leika í Pac-12 deild háskólaboltans, sem er ein af, ef ekki sú allra sterkasta í Bandaríkjunum.

Birna Valgerður lék upp alla yngri flokka Keflavíkur og upp í meistaraflokk, þar sem hún vann meðal annars tvo bikarmeistaratitla og Íslandsmeistaratitil. Var hún í tvígang, 2017 og 2019, valin besti ungi leikmaður Dominos deildarinnar. Þá hefur Birna einnig leikið með öllum yngri landsliðum og A landsliði Íslands.

Karfan hafði samband við Birnu Valgerði og spurði hana út í þetta fyrsta ár í háskólaboltanum.

Hvernig fannst þér þetta fyrsta ár ganga hjá þér í Arizona?


“Þetta gekk bara misvel, sjúklega erfitt að aðlagast og venjast öllu en á sama tíma ótrúlega skemmtilegt og þroskandi. Margt hefði klárlega getað farið betur en ég er mjög þakklát fyrir þetta ár hjá Arizona”

Voru mikil viðbrigði að flytja austur um haf og stunda bæði nám og íþróttir þarna?

“Já klárlega, þetta er alveg mjög stíft prógram. Vorum að mæta í tíma í skólanum snemma á morgnana og æfa svo ca 3-4 tíma á dag, svo var að sjálfsögðu heimavinna sem þarf að klára og allt sem því fylgir að vera í háskóla. Maður þarf að vera þvílíkt skipulagður”

Er mikill munur á körfuboltanum sem þú þurftir að aðlagast þarna, hver er helsti munurinn?

“Boltinn úti er miklu meira intense og mikil áhersla lögð á öll smáatriði. Leikurinn er mjög hraður, en á sama tíma spilaður mjög smart líka. Tók alveg smástund að aðlagast, líka sérstaklega þar sem æfingarnar eru sjálfar mjög hraðar og ef þú veist ekki hvað er í gangi þá þarftu bara að hlaupa. Ekkert kjaftæði í boði”

Nú er þetta nokkuð stór deild sem liðið leikur í, er ekki mikið af góðum liðum þarna, hver er eftirminnilegasti andstæðingurinn?

“Jú vorum að spila á móti liðum rönkuðum liðum nánast í hverri viku. Í Pac-12 þetta árið voru 6 lið af 12 rönkuð í top25 nánast allt tímabilið. Eftirminnilegasti aðstæðingurinn er örugglega Oregon. Fáránlega gott lið með marga þvílíkt hæfileikaríka leikmenn. Magnað að sjá Sabrinu Ionescu spila til dæmis, allt svo effortless hjá henni og þó hún eigi lélegan leik, eins og hún átti í fyrri leiknum á móti okkur, endaði hún samt með triple double”

Nú endaði tímabilið nokkuð snemma hjá flestum í körfuboltaheiminum vegna Covid-19 faraldursins, voru það vonbrigði hjá ykkur, náðuð þið að klára bæði tímabilið og námið að einhverju leyti?

“Já, þetta var algjör bömmer fyrir okkur. Æfingin var mjög dramatísk þegar við fengum þær fréttir að tournamentinu hafi verið aflýst. Við áttum að fá að hosta (fyrstu leikirnir haldnir á okkar heimavelli) í fyrsta skipti í 15 ár sem var frekar mikið afrek fyrir liðið og skólann. Það hefði mjög líklega orðið uppselt á leikina og þá eru í kringum 15000 manns að mæta, sem er geggjað. Áttum mjög gott tímabil og vorum spenntar fyrir mars svo það var algjör skellur að þessu hafi lokið eins og það gerði”

Ferð væntanlega aftur út næsta haust, ertu á leiðinni aftur til Arizona, hver eru markmiðin fyrir næsta tímabil?

“Ég hef ákveðið að fara í transfer portalinn og finna mér annan skóla fyrir næsta tímabil. Er strax komin í samband við nokkra skóla og er mjög spennt fyrir framhaldinu. Ég mun klárlega nýta allt sem ég hef lært hjá Arizona til að fá góðar mínútur hjá öðru liði og er ævinlega þakklát fyrir þetta ár hjá þeim, bara hentaði mér ekki alveg”

Fréttir
- Auglýsing -