spot_img
HomeFréttirBirgir Örn ráðinn þjálfari KFÍ

Birgir Örn ráðinn þjálfari KFÍ

Birgir Örn Birgisson er nýráðinn þjálfari KFÍ í Domino´s deild karla. Birgir Örn er Ísfirðingur að upplagi og lék á árum áður fyrir vestan. Hann fluttist til Akureyrar og spilaði þar þrjú tímabil með Þór áður en hann fór til Keflavíkur og var í hraðlest þeirra í þrjú ár og varð tvöfaldur Íslandsmeistari með Keflavík. Hann var í landsliði Ísland bæði í körfubolta sem og sundi. Frá þessu er greint á www.kfi.is
 
Á heimasíðu KFÍ segir ennfremur:
 
Birgir hefur um árabil verið í Þýskalandi og hefur þjálfað þar með góðum árangri. Birgir er mikill sigurvegari í hugsun og í verki og hefur ekki verið þekktur fyrir að vera í meðalmennskunni. Hann krefst mikils af sjálfum sér sem og þeim sem eru honum samferða.
 
Það er mikil tilhlökkun að fá Birgi Örn og fjölskyldu hans hingað. Eiginkona hans er Sigrún Pálmadóttir óperusöngkona frá Bolungarvík og eiga þau tvö börn.
 
Nú er tímabilið 2013-2014 komið á fullt og verður næsta verk að ganga frá samningum við leikmenn og ríkir mikil bjartsýni í þeirri ferð.
 
www.kfi.is
  
Fréttir
- Auglýsing -