spot_img
HomeFréttirBirgir leitar á önnur mið

Birgir leitar á önnur mið

 
Miðherjinn Birgir Björn Pétursson hefur sagt skilið við Stjörnuna í Iceland Express deild karla og hefur ákveðið að leita á önnur mið. Þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við Karfan.is. Birgir kvaðst orðinn leiður á því að sitja á varamannabekknum.
,,Ég er ekki hættur enda í fantaformi en ég var orðinn leiður á að sitja á varamannabekknum og langar að fara í lið sem mun gefa mér tækifæri til að sýna hvað í mér býr,” sagði Birgir sem hefur verið að mæta á æfingar hjá ýmsum liðum undanfarið.
 
Birgir lék 10 deildarleiki með Stjörnunni þar sem hann skoraði 1,3 stig að meðaltali í leik og tók að jafnaði 3 fráköst en hann fékk að spila í tæpar sex mínútur í leik með Garðbæingum að jafnaði.

Þá er Birkir Guðlaugsson einnig hættur með Stjörnunni en það er sökum anna í námi.

 
Ljósmynd/ Birgir Björn nær hér í ruðning fyrir Stjörnuna í leik gegn KR fyrr á tímabilinu sem var jafnframt hans besti leikur fyrir Garbæðinga en þá skoraði Birgir 7 stig og tók 10 fráköst.
 
Fréttir
- Auglýsing -