spot_img
HomeFréttirBirgir hinn heppni Hákonarson

Birgir hinn heppni Hákonarson

17:07
{mosimage}

(Guðrún Soffía og Birgir við afhendinguna í Höllinni á sunnudag) 

Allir þeir sem mættu á leiki í Lýsingarbikarnum þetta árið áttu möguleika á því að vinna afnot af bifreið í boði Lýsingar í heilt ár. Fylla þurfti út skráningarmiða á leikjunum í bikarkeppninni og þá voru viðkomandi komnir í pottinn. Það var svo Birgir Hákonarson sem hreppti hnossið en hann ætti að vera körfuknattleiksunnendum að góðu kunnur enda fyrrum formaður KKD KR. 

Birgir fær afnot af bifreiðinni frá Lýsingu næstu 12 mánuðina en vinningurinn er að verðmæti 2.500.000,- kr. Guðrún Soffía Björnsdóttir forstöðumaður þjónustu- og markaðssviðs hjá Lýsingu afhenti Birgi vinninginn í Laugardalshöll á sunnudag í hálfleik í viðureign Snæfells og Fjölnis.  

www.lysingarbikarinn.is

Fréttir
- Auglýsing -