spot_img
HomeFréttirBird handtekinn fyrir heimilisobeldi

Bird handtekinn fyrir heimilisobeldi

Skotbakvörður Boston Celtics, Jabari Bird, var í gærmorgun handtekinn í Brighton hverfi borgarinnar fyrir líkamsárás þar sem heimilisofbeldisteymi lögrelunnar var kallað út. Samkvæmt heimildum voru hann og meint fórnarlamb hans færð á sitthvorn spítalann í borginni til aðhlynningar, en honum síðan haldið fyrir árásina, frelsissviptingu og að hafa kyrkt fórnarlambið.

Celtics völdu Bird með 57. valrétt nýliðavalsins árið 2017, en þrátt fyrir að hafa ekki verið í lykilhlutverki hjá liðinu á sínu fyrsta tímabili, byrjaði hann þó einhverja leiki. Hafði hann þá staðið sig vel fyrir liðið í nýliðinni sumardeild í Las Vegas, þar sem hann skoraði 17 stig að meðaltali á um 57% skotnýtingu.

Samkvæmt yfirlýsingu er liðið upplýst um atburðinn og taka þeir honum alvarlega. Munu þeir þó bíða með að taka allar ákvarðanir þangað til öllum gögnum hefur verið safnað saman.

Fréttir
- Auglýsing -