spot_img
HomeFréttirBillups semur til fimm ára við Pistons

Billups semur til fimm ára við Pistons

14:00 

{mosimage}

 

(Chaunsey Billups) 

 

Allt er nú fallið í ljúfan löð hjá NBA liðinu Detroit Pistons og stjörnubakverði félagsins Chaunsey Billups. Fregnir bárust af því fyrr í sumar að Billups hefði rift samningi sínum við Pistons en nú hefur hann gert nýjan 5 ára samning við liðið að andvirði 60 milljón Bandaríkjadala.

 

,,Þetta er fyrsta borgin og fyrsti klúbburinn til að sýna mér virkilegan áhuga og hlýhug,” sagði Billups á blaðamannafundi og bætti við að félagið hefði hjálpað honum að vaxa úr ágætum leikmanni í stjörnuleikmann. Þá sagði Billups einnig að hann ætlaði ekki að valda aðdáendum Pistons vonbrigðum rétt eins og Ben Wallace gerði þegar hann yfirgaf félagið og hélt til Chicago Bulls.

 

Með þessum nýja samning hjá Billups er endanlega búið að kveða niður allar þær raddir um að hann væri á leið frá Pistons.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -