spot_img
HomeFréttirBillups leggur skóna á hilluna

Billups leggur skóna á hilluna

 Eftir 17 ár í NBA deildinni hefur Chauncey Billups ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir glæstan feril. Billups sem er 37 ára gamall tilkynnti blaðamönnum vestra hafs þessa ákvörðun sína í gær. “Það er kominn tími á mig þrátt fyrir að þráin til að spila sé enn sterk þá get ég ekki litið framhjá því að ég hef verið meiddur meira og minna síðustu 3 ár. Að ég geti ekki spilað líkt og ég veit að ég get spilað segir mér það að nú er komin tími.” sagði Billups í viðtali. 
 
Billups spilaði með Colorado háskólanum í NCAA og valdi hann þann skóla yfir aðra “stærri” skóla á við Kansas, Georgia Tech og Oklahoma st. svo einhverjir séu nefndir.  Kappinn átti stórglæsilegan feril í háskólaboltanum og skoraði þar um 18 stig á leik, vann titilinn á síðasta ári sínu og nokkuð ljóst að hann væri á leiðinni á stóra sviðið í NBA.  Boston Celtics völdu hann númer 3 í háskólavalinu árið 1997 eða á eftir þeim Tim Duncan og Keith Van Horn. Þrátt fyrir mikla væntingar þá náði Billups sér aldrei á strik með Boston og var skipt á milli nokkura liða þangað til hann endaði í Minnesota þar sem árið 2002 að hann átti skínandi tímabil. Timberwolves unnu einhverja 50 leiki og Billups var að skorað að meðali 22 stig í leik.  
 
Eftir þetta var Billups með “frjálsan samning” og gat farið þangað sem honum sýndist og endaði hann í Detroit þar sem flestir ættu að muna eftir honum. Þar spilaði hann við hvurn sinn fingur og vann  þann stóra með Detroit árið 2004. 2005 fóru þeir líka í úrslitarimmuna en töpuðu gegn sterku liði San Antonio. 
 
Árið 2008 var Billups skipt yfir til Denver þar sem hann hitti fyrir Carmelo Anthony. Lið Denver breyttist og unnu 54 leiki það tímabilið sem var jöfnun á besta árangri liðsins frá upphafi. 
 
Billups hafði gefið það út að hann vildi klára feril sinn hjá Denver en honum var hinsvegar skipt yfir til NY Knicks og þaðan flakkaði hann til LA Clippers og endaði loksins hjá Detroit síðasta vetur.  Það voru hinsvegar hné meiðsli sem hrjáðu hann síðustu árin á ferlinum sem urðu svo loks til þess að í gær ákvað hann að segja ferli sínum lokið í NBA. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -