Chauncey Billups er kominn aftur til Detroit eftir nokkurra ára fjarveru. Billups sem var á mála hjá L.A. Clippers í fyrra gerir tveggja ára samning við sitt gamla félag.
Billups sem hefur spilað með sjö félögum á ferlinum og er þetta í annað sinn sem hann spilar með Detroit. Þrátt fyrir að þykja afar snjall leikmaður hefur hann verið á flakki á sínum ferli en stjarna hans reis sem hæðst þegar hann leiddi Detroit til sigurs árið 2004 og var m.a. valinn besti leikmaður úrslitanna.
Detroit er að sanka að sér leikmönnum en þeir eru einnig búnir að tryggja sér þjónustu Josh Smith frá Atlanta.
Billups verður nú undir handleiðslu Rasheed Wallace sem var ráðinn á dögunum sem aðstoðarþjálfari hjá Detroit.
Mynd: Chauncey að setja sigurskot fyrir Clippers í leik gegn Dallas.