Leikmenn New Jersey Nets fögnuðu mikið í nótt þegar þeir náðu sínum 10. sigri á tímabilinu. Það þýðir að þeir eru ekki jafnir versta árangri í sögu NBA. Það er hinsvegar meiri kliður í kringum NJ Nets liðið því á næstu dögum verða væntanleg kaup rússnensk milljarðamærings á liðinu samþykkt.
Kaupum þessum má líkja við kaupum Roman Ambromvich á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Í 60 Minutes þætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS var kappinn tekinn í gegn og farið var yfir hvernig hann vill koma að þessu. Þar kom einnig fram að hann er ríkasti Rússi í heimi ! T.a.m á hann snekkju uppá 45 milljónir dollara en hefur ekki hugmynd hvar hún er í heiminum. Það má lesa úr þessu sjónvarpsviðtali að allt sem mun koma að liði NJ Nets mun breytast töluvert. Kaupinn á liðinu munu kosta Mikhail Prokhorov 700 milljonir dollara, ágætis start kostnaður þar. Og svo segja þeir ytra að hvergi verður sparað og frægt hugtak hjá Prohkorov "What will it take" mun verða notað óspart.
Svo er hinsvegar að sjá hvort djúpir vasar Rússans munu skila liðinu á topp deildarinnar. Líklegt mun vera að Nets ráðist hart að Lebron James sem verður "free agent " í sumar. Einnig er Carloz Boozer sem og Rudy Gay hugsanlega skotmörk samningapennans í New Jersey. Nú þegar hafa Nets hafist handa við byggingu Brooklyn Arena sem verður einkar glæsileg höll.
Hvað sem verður má allt eins vænta þess að New Jersey Nets verði "stóra" liðið í New York borginni eftir flutning sinn yfir til Brooklyn.



