spot_img
HomeFréttirBikarúrslit yngri flokka: Fjölnir, Haukar og KR bikarmeistarar

Bikarúrslit yngri flokka: Fjölnir, Haukar og KR bikarmeistarar

16:22 

{mosimage}

 

 

(Vaskir KR-ingar að störfum en umgjörð bikarúrslitanna er til fyrirmyndar) 

 

Þremur leikjum er lokið í bikarúrslitum yngri flokkanna og voru Fjölnismenn fyrstu bikarmeistarar dagsins er þeir lögðu Hamar/Selfoss nokkuð auðveldlega að velli 40-95 í 9. flokki karla.

 

Í öðrum leik dagsins mættust UMFH og Haukar í 10. flokki stúlkna í hörkuspennandi leik þar sem Haukar fóru að lokum með nauman 5 stiga sigur 57-62 eftir framlengdan leik.  

 

KR lagði Fjölni í 11. flokki karla 88-64 en aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik. Nú er að hefjast viðureign Keflavíkur og Hauka í stúlknaflokki og má gera ráð fyrir baráttuleik enda sumir leikmenn þessara liða þegar sterkir leikmenn í meistaraflokkum félagann.

 

Umgjörðin hér í DHL-Höllinni er frábær og ljóst að þeir sem leggja leið sína hingað verða ekki sviknir. Verið er að taka upp alla bikarúrslitaleikina og eftir helgi verður hægt að kaupa þá á DVD diskum með því að hafa samband á netfangið [email protected]

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -