spot_img
HomeFréttirBikarúrslit kvenna: Síðustu stundirnar fram að leik

Bikarúrslit kvenna: Síðustu stundirnar fram að leik

14:00 

{mosimage}

 

 

Þjáfarar kvennaliða Keflavíkur og Hauka, þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Ágúst Sigurður Björgvinsson eru klárir í slaginn. Víkurfréttir tóku tal af strákunum og forvitnuðust um hvernig þeir ætluðu að eyða þessum síðustu stundum fram að leik.

  

 

,,Það er æfing í kvöld kl. 18 hjá okkur og svo hittumst við eftir æfingu og borðum saman,” sagði Jón Halldór. Ágúst og Haukar ætla á æfingu í Laugardalshöll kl. 13 í dag. ,,Eftir æfingu förum við og borðum saman og eftir það förum við bara heim í afslöppun,” sagði Ágúst.

 

Keflvíkingar hittast heima hjá einum stjórnarmanni í morgunamat í fyrramálið og þar verður haldinn töflufundur, þaðan heldur liðið saman til Reykjavíkur upp úr hádegi. Hvernig hafa æfingarnar í vikunni verið hjá Keflavíkurliðinu?

,,Æfingarnar hafa gengið mjög vel og hafa þær verið nokkuð kröftugar, jákvæðnin og gleðin hefur verið við völd og ég er ekki frá því að æfingarnar hafi bara verið kröftugri nú en vikurnar hér á undan,” sagði Jón.

 

Haukakonur hittast heima hjá Helenu Sverrisdóttur í morgunmat og þar verður horft á myndband eins og liðið gerir fyrir flesta leiki sína. Þar skoðar liðið myndbrot úr gömlum leikjum og fleira skemmtileg. Ágúst var ekki jafn sáttur við æfingarnar í þessar viku og kollegi sinn Jón hjá Keflavík.

,,Það er búið að vera mikið um veikindi hjá okkur í vikunni og sem dæmi má nefna að Unnur Tara mætir á sína fyrstu æfingu í rúma viku í dag. Hún kom á æfingu í gær og fylgdist með og verður í hópnum á morgun. Það verður enginn veikur á morgun, það hefur enginn tíma til að vera veikur á morgun,” sagði Ágúst léttur í bragði.

 

Jón Halldór sagði að enn væri Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, nokkuð spurningamerki fyrir leikinn en að allir aðrir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. ,,Það eru meiri líkur á því að hún spili en ekki,” sagði Jón.

 

Ágúst telur að Haukaliðið þurfi að ná upp réttri stemmningu í leiknum og segir að það lið sem virkilega vilji þetta meira muni hafa sigur í leiknum.

 

Félagarnir Jón og Ágúst leiða saman hesta sína kl. 14:00 í Laugardalshöll á morgun og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV. Einnig verður hægt að fylgjast vel með gangi mála hér á vf.is

 

Frétt og mynd www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -