spot_img
HomeFréttirBikarspá: Sigurður Ingimundarson

Bikarspá: Sigurður Ingimundarson

9:30

{mosimage}

Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari karla er einn þeirra sem þekkir það út og inn að fara í bikarúrslit í Laugardalshöll, bæði sem leikmaður með Keflavík og svo sem þjálfari karla og kvennaliðs Keflavíkur.

Sjáum hvað Sigurður hefur að segja:

KR – Stjarnan
Ef taka ætti mið af frammistöðu liðanna í vetur þá ætti ekk að vera erfitt að spá hverjir vinna þennan leik. En þetta er hinsvegar allt annar göngutúr. Í bikarúrslitum getur svo margt gerst. Stjarnan hefur aldrei áður farið í svona leik og það er oft erfitt fyrir lið að spila svona fyrsta úrslitaleik.  KR hefur oft orðið bikarmeistari . En þó ber að hafa það í huga að langt er síðan að KR vann síðast bikar og leikmenn sem spila þar í dag hafa ekki margir spilað bikarúrslitaleik. En hjá  Stjörnunni eru þeir Justin Shouse  sem var bikarmeistari í fyrra með Snæfell og Fannar og Óli sem sigruðu fyrir 2 árum með ÍR. Þannig að þar fer nokkuð mikil reynsla í bikarkúrslitum. ég held að Kr sigri þennan leik með litlum mun í rosalega skemmtilegum leik þar sem áhorfendur sem, væntanlega troðfylla Höllina munu fá mikið fyrir peninginn.

Keflavík – KR
Kvennaleikurinn verður væntanlega stórskemmtilegur. Bikarleikir kvenna hafa í gegnum tíðina  verið flott skemmtun , yfirleitt hnífjafnt frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.  Það verður gaman að fylgjast með hvort liðið nær að spila sinn leik og missi sig ekki í spennunni sem oft vill verða í svona leikjum.  Bæði lið hafa skemmtilega einstaklinga í sínum liðum sem geta klárað svona leiki og því verður afar áhugavert að fylgjast með því. Hjá KR er mikilvægt að Hildur Sig. eigi góðan leik og þurfa Keflvíkingar að stöðva hana og hjá Keflavík hefur Birna Valgarðs. verið að spila hrikalega vel og það verður fróðlegt að sjá hvernig KR tekst til við að ráða við hana. Ég held að hefðin hjá Keflavíkurstúlkum muni hjálpa þeim í gegnum leikin og þær verða  bikarmeistarar.

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -