spot_img
HomeFréttirBikarspá: Kári Marísson

Bikarspá: Kári Marísson

8:30

{mosimage}

Kári nr 13, í leik með Njarðvík 

Kári Marísson er næstur. Kári hóf ferilinn á unglingsárum með Körfuknattleiksfélagi Reykjavíkur sem varð seinna að körfuknattleiksdeild Vals, þaðan hélt hann til Njarðvíkur áður en hann fluttist norður í Skagafjörð þar sem hann gerðist bóndi og tók þátt í að koma Tindastól í Úrvalsdeild.

Sjáum hvað Kári hefur að segja:

KR – Stjarnan
Fyrir KR-inga snýst þessi leikur fyrst og fremst um hvernig þeir koma stemmdir til leiks eftir tapið á móti Grindavík í síðasta leik. Í þessu liði er valinn maður í hverri stöðu, og úrslit leikja þeirra og staða í deildinni segir allt um þetta lið. Með þennan mannskap, þrautreyndan þjálfara og langbestu ,,Miðjuna" í deildinni eru þeir ekki árennilegir.

Þrátt fyrir að Stjarnan sé sputniklið vetrarins, hafi einn besta leikstjórnandann, þjálfara sem þekkir þetta allt, og komið á óvart, þá verður þetta mjög erfitt. Þeir verða að eiga vel rúmlega sinn besta leik og hugsa um það eitt að berjast um allt, allan tímann. Þeir ganga til leiks sem litla liðið, en það þýðir ekki að stríðið sé tapað. Best væri fyrir þá að taka leikinn leikhluta fyrir leikhluta, setja sér það markmið að halda KR-ingum undir 20 stigunum og tapa ekki fleiri boltum en 4 í hverjum hluta og sjá svo hverju það skilar. Fyrirfram ætti KR að vinna með 20-25 stigum, en ef Stjörnumenn ná að halda einbeitingu, hafa óbilandi trú á sér og halda sig við það leikskipulag sem hefur skilað þeim í úrslitin geta góðir hlutir gerst. Ég spái 104-82 fyrir KR.

Keflavík – KR
Þegar staða þessara liða í deildinni er skoðuð sést að Keflavíkurliðið hefur skorað  219 stigum meira en KR. Þar liggur allur munur á þessum liðum, Keflavík vinnur sína leiki á góðum sóknarleik,en sigrar KR hafa náðst á lágu skori og þá með alla áherslu á varnarleik. Ég held að Keflavík muni keyra upp hraðann, skora fljótt í sínum sóknum og nota pressuvörn til þess að ná þeim tökum sem liðið vill hafa og þær eru bestar í. KR liðið þarf aftur á móti að gefa sér þann tíma sem þær þurfa í upphafi til að stilla varnarleikinn sem hefur skilað þeim sigrum, stoppa hraðaupphlaupin hjá Keflavík og brjóta af sér pressuvörnina. Þetta verður bikarúrslitaleikur af bestu gerð, gott ef hann fer ekki í tvær framlengingar. Ég spái 82-78 fyrir KR.

Mynd: Úr myndasafni Morgunblaðsins

Fréttir
- Auglýsing -