spot_img
HomeFréttirBikarspá: Hlynur Elías Bæringsson

Bikarspá: Hlynur Elías Bæringsson

15:15
{mosimage}

(Hlynur E. Bæringsson)

Hólmarinn Hlynur Elías Bæringsson er næstur í bikarspánni fyrir þessa stóru undanúrslitahelgi. Hlynur telur að ,,Kobbaformið“ muni hjálpa KR til sigurs gegn Grindavík! Sjá spá Hlyns hér að neðan.

KR-Grindavík
Flottasti leikur tímabilsins hingað til og í raun úrslitaleikurinn, bestu lið landsins í allan vetur. Nick Bradford er frábær leikmaður sé hann kominn í almennilegt leikform og þekkir það að klára svona leiki (því miður fyrir mig) og gæti hann gert gæfumuninn, hann getur dekkað flestar stöður og ætti að verða erfiður fyrir KR sóknarmegin. KR hins vegar eru á heimavelli og er hann mjög sterkur fyrir þá þessa dagana enda mikil stemmning þar. Jón og Kobbi eru búnir að spila mjög vel og ef þeir gera það í þessum leik ættu þeir að hafa þetta á heimavelli. Allir leikmenn KR eru víst komnir í svokallað Kobbaform sem er nýr standard í íþróttafræðum og menn í þannig standi eru illviðráðanlegir. KR vinnur með 4.

Stjarnan-Njarðvík
Verður mjög jafn leikur, fer væntanlega eftir því hvort liðið hefur betur í frákastabaráttunni og almennt inní teig og þar gæti Frikki Stef gert útslagið. Held samt að heimavöllurinn dugi Stjörnunni, Justin mun verða heitur þrátt fyrir að kollvikin hafi í síðustu mælingu verið komin aftur fyrir eyru. Stjarnan með 6.

Keflavík-Valur
Keflavík tekur þetta.

Skallagrímur-KR
KR vinnur. Fleiri Snæfellsstelpur þar og það hlýtur að duga.

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -