10:00
{mosimage}
Þá er það Guðni Guðnason. Guðni lék lengi með KR og varð bikarmeistari með þeim síðast þegar unnu bikarinn, 1991. Seinna lék hann með KFÍ og komst einnig með þeim í bikarúrslit svo hann þekkir það að mæta í Laugadalshöllin sem „underdog“ eins og Stjarnan getur kallast núna en KFÍ mætti Grindavík um árið.
Sjáum hvað Guðni hefur að segja:
Ég spái tvöföldum KR sigri. Það er ansi langt síðan KR vann tvöfalt síðast. Mér sýnist að KR hafi síðast orðið tvöfaldur bikarmeistari 1977 þannig að það er kominn tími til.
Keflavík – KR
KR-liðið hefur verið að eflast undanfarið og var ég hrifinn af varnarleik þeirra í þessum eina leik sem ég hef séð. Keflavíkurliðið hef ég ekki séð og þrátt fyrir að KR hafi tapað tveimur af þremur leijum liðanna í deildinni í vetur spái ég KR sigri. Liðið hefur tapað hvað einum leik eftir að Kara kom þannig að ég spái því að KR stúlkur taki þetta með öflugum varnarleik í hörkuleik.
KR – Stjarnan
KR sigur. Þetta verður hörkuleikur framan af en svo mun KR taka þetta af öryggi. Stjarnan hefur verið á upleið eftir að Teitur tók við en KR liðið er það sterkt að þeir munu vinna þennan leik. Tapið gegn Grindavík skerpir liðið enn betur fyrir verkefnið og öruggur sigur mun vinnast.
Mynd: www.bb.is