7:00
{mosimage}
Karfan.is hefur sett sig í samband við fjölmarga einstaklinga til að fá þá til að spá í bikarúrslitaleikina tvo sem fara fram á sunnudaginn. Fyrstur í röðinni er Guðjón Skúlason sem vart þarf að kynna fyrir körfuboltaáhugafólki. Mikil þriggja stigaskytta sem lék lengst af með Keflavík en þó um tíma með Grindavík. Hann hefur svo þjálfað í karla og kvennaboltanum og m.a. A landslið kvenna og í sumar var hann aðstoðarmaður Sigurðar Ingimundarson með karlalandsliðið.
Guðjón hafði þetta að segja:
Keflavík – KR
„Þetta verður flottur bikardagur. Kvennaleikurinn verður test á taugar liðanna, KR vann síðasta og var það glæsileg auglýsing fyrir þennan leik, held að þetta ráðist í hver nær fyrr stjórn á taugunum og fer í sinn leik. Býst við skemmtilegum leik og flottum körfubolta. Hallast að sigri Keflavíkur, kannski vegn þess að þær hafa tapað síðustu tveimur og hafa haft hugann við þennan dag og nái sínum leik fyrr en KR.
KR – Stjarnan
Með karlaleikinn er ég nokkuð öruggur að KR vinni, eftir að hafa tapað fyrir Grindavík í kvöld fara þeir vel yfir málin og koma sérlega tilbúnir, er smeykur um að þetta geti orðið stór sigur, Stjarnan þarf að eiga topp leik og nota 6-7 menn allan leikinn. Þurfa að stoppa Jón og Jakob en held að það sé ekki nóg, KR hefur of mörg vopn. Annars hef ég aldrei verið sérlega sannspár en við sjáum til.”
Mynd: karfan.is



