spot_img
HomeFréttirBikarspá: Einar Einarsson

Bikarspá: Einar Einarsson

10:30

{mosimage}

Þá er komði að síðustu bikarspánni. Látum Einar Einarsson fyrrverandi dómari eiga síðasta orðið í þessum spám okkar. Einar hóf ferilinn sem leikmaður með Haukum en valdi svo að gerast dómari þar sem hann náði prýðilegum árangri.  

Sjáum hvað Einar hefur að segja:

Að komast í bikarúrslit er frábær árangur sem vert er að lofa en því miður er það stundum þannig að liðin hafa eitt öllu púðrinu í að komast þangað, leikmenn virðast saddir og geta svo ekkert í úrslitaleiknum.

Það er ömurlegt fyrir alla þegar þetta gerist….það er svona eins og að vera boðinn í brúðkaup…..en svo var það bara jarðarför.

Ég ætla rétt að vona að leikmennirnir og þjálfarar sem eru hér í dag, séu ekki saddir og ætli að berjast til síðasta blóðdropa.

KR – Stjarnan
Karlaleikurinn verður annaðhvort  eins og að horfa á málverk eftir Subba Sót eða bara Kjarval….og ekkert þar á milli.

KR- liðið er svakalegt…ég meina það er SVAKALEGT….án efa eitt flottasta lið sem ég hef séð spila körfubolta, punktur. Ég myndi bara vilja sjá Baldur spila meira, stórir strákar gera stóra hluti inni á vellinum og það er alltaf vinsælt.

Stjarnan er með mjög gott lið, þeir þurfa bara að trúa því. Innkoma Teits hefur gert liðinu gott, en nú reynir fyrst á að hans lærisveinar hafi virkilega trú á því að þeir geti unnið þetta frábæra lið KR sem Grindavík vann í síðasta leik…..sem þýðir að þeir geta tapað…..en TRÚA Stjörnumenn  að þeir geti unnið….ég vona það…því annars verður þetta bara burst hjá KR.

Ég sá Stjörnuna spila við KR, þar sem KR vann í lokin og það sem skildi liðin að var „Trúin“ á því að þeir myndu vinna. Mikið á eftir að mæða á Justin og Jovan en algert lykilatriði er „Allir“ leikmenn Stjörnunnar eigi sinn besta leik í dag….ef að þetta yrði raunin þá gætum við séð einn besta bikarúrslitaleik í langan tíma.

Sigmundur M. Herbertsson og Jón Guðmundsson dæma leikinn, þeir eru einnig mjög reyndir og góðir dómarar….Jón var góður þjálfari og var hann sérstaklega góður í því að rífast í dómurum….Jón er drengur góður og skarpur með eindæmum því eftir að hann hafði öskrað sig hásan í u.þ.b. tíu ár, þá áttaði hann sig á því að best væri að taka fram flautuna á ný og sýna  þessum köllum hvernig á að gera þetta og gengur bara vel.

Keflavík – KR
Ég held að kvennaleikurinn verði meiriháttar góður…. KR bikarmeistari síðast árið 2002 og Keflavík 2004…leikur sem ræðst á vítalínunni og nokkuð ljóst að Jón Halldór og Jóhannes þjálfarar liðanna eiga eftir að þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu.

Dómarar leiksins eru Björgvin Rúnarsson og Einar Þór Skarphéðinsson, mjög reyndir og góðir dómarar….léleg hné…en annars góðir.

Ef ég ætti að segja eitthvað uppbyggilegt fyrir þá frábæru íþróttamenn sem hafa náð þeim árangri að komast í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll, þá væri það:
1.      Spilið hörku vörn
2.      Sækið á körfuna því það eru auknar líkur á dómarinn dæmi á varnarmanninn
3.      Alltaf að viðurkenna fyrstu og fimmtu villuna sem dæmd er á þig, en mótmæla hinum uppbyggilega
4.      Hittið úr vítunum ykkar
5.      Njótið dagsins

Að lokum.
Það vantar alltaf góða dómara, þannig að ég vil hvetja þá sem áhuga hafa á því að kynna sér málið hjá KKDÍ eða KKÍ. Ef menn/konur eru að mikla þetta eitthvað fyrir sér, þá get ég einfaldað þetta töluvert fyrir ykkur. Finnst þér gaman að vera í góðra vina hóp með gel, tyggja tyggjó, klæðast svörtum þröngum buxum og hlaupa. Getur þú gert þrjá hluti í einu: Flautað-veifað höndunum og verið samt með tyggjóið uppi í þér. Ef svarið við þessum vangaveltum er „JÁ“, þá ættir þú kannski að prufa.

Mynd: Gunnar Freyr Steinsson

Fréttir
- Auglýsing -