spot_img
HomeFréttirBikarspá: Doddi á Sportrásinni

Bikarspá: Doddi á Sportrásinni

 Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi litli á sportrásinni sendi inn sína spá fyrir bikarhelgina og sem Njarðvíkingur þá hikaði hann svo sem ekkert í spá sinni um kvennaleikinn. 
 Kvennaleikurinn
Njarðvík-Snæfell
 
-Hvernig spilast þessi?
Ég sé engan tilgang í að vera hlutlaus, loksins þegar Njarðvík á möguleika á titli svo ég segi að Njarðvík verði með þennan leik í vasa sínum frá 7. Mínútu og leiði með ca. 10 stigum mest allan leikinn. Snæfell kemur með grimmt áhlaup í 4. Og jafnar þegar 4 mins eru eftir en þær grænklæddu eru ekki hrifnar af þessháttar veseni og fara á fullt og sigra með 13.
 
 
-Hver mun stíga upp og baka sér myndarlega bikarminningu?
Ég væntanlega, langt síðan ég ég steig upp og bakaði mér bikarminningu, ekki það að ég hafi unnið hann sjálfur en átti margar minningar af sigrum annara. Nú er ég bara svo gamall að ég man ekki neitt lengur þannig að ég verð að biðla til stelpnana um að bjarga mér um bikarminningu.
 
 
-Hver verður bikarmeistari?
 
Uuuuu?
 
 
Karlaleikurinn
Tindastóll-Keflavík
 
-Hvernig spilast þessi?
Þessi leikur er rugl… það getur engin spáð í þetta. Kef gætu rúllað þessu upp en ég gruna að þetta verði spennuleikur, vitringarnir Nonni karfa og Snorri Stjarna tala um veikleika Kef í ásnum og inni í teig hjá Tindum og munu þjálfararnir herja á þær stöður.
Ég segi ef litli Valur hefur punginn hans pabba síns þá verður þetta Keflavík alla leið annars eiga Tindarnir þetta.
 
 
-Hver mun stíga upp og baka sér myndarlega bikarminningu?
Umræddur Valur segi ég, hef haft mikla trú á honum síðan hann spilaði með meistaraflokki Njarðvík varla fermdur fyrir nokkrum árum og ég gruna að hann verði sá sem brosir hvað breiðast eftir þennan leik.
 
 
-Hver verður bikarmeistari?
Því miður verður litli bróðir í Kef meistari en fínt að halda sem flestum titlum á suðurnesjum, Grindavík eru kmonir með deildarmeistarann svo er það bara Reynir Sandgerði sem verður að klára Íslandsmeistarann til að skipta þessu jafnt.
Fréttir
- Auglýsing -