spot_img
HomeFréttirBikarspá: Daníel Guðni

Bikarspá: Daníel Guðni

Frá Lundi í Svíþjóð fengum við brennheita bikarspá frá bakverðinum Daníel Guðna Guðmundssyni en að lokinni síðustu leiktíð með Stjörnunni hélt kappinn í nám til Svíþjóðar en hann fylgist þó vel með framvindu mála hér á Fróni.
Karlaleikurinn: Keflavík-Tindastóll
 
Mér þykir þessi lið hafa komið nokkuð á óvart undanfarna mánuði þá sérstaklega Stólarnir, þeir hafa fengið mikinn byr eftir að Bárður tók við þeim og ég býst ekki við öðru en að þetta verði fjörugur leikur!
 
Ég tel að ef Keflavík nái að stjórna tempóinu í leiknum og þá taka þeir þennan leik. Býst svona við því að þeir reyni að keyra þetta upp og ná sér í þægilega forystu í fyrri hálfleik sem þeir munu þá halda allan leikinn. Cole og Maggi verða í lykilhlutverki sem og Valur Orri, enda fann hann sig vel í síðasta leik gegn Stólunum og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi stíga upp og skila flottri frammistöðu í úrslitunun. Ef að Stólarnir vilja hafa þetta hörkuleik þá verða þeir að binda vörnina myndarlega saman ásamt því að barráttuhundarnir Helgi Rafn og Þröstur Leó hafa mikið að segja í leik sem þessum. Sömuleiðis gæti T-Roll sprungið fallega út á Laugardaginn enda draumaúrslitaleikur fyrir hann.
Lokatölur hinsvegar verða 86 – 77 Keflavík í vil!
 
Kvennaleikjurinn: Snæfell – Njarðvík
 
Þessi lið fengu mismunandi hlutskipti í undanúrslitum þar sem Snæfell fóru frekar létt í gegnum Stjörnustelpur á meðan Njarðvík lenti í alvöru dramatík í Ljónagryfjunni.
 
Ég tel að þessi leikur muni vera jafn og spennandi frá byrjun þar sem hlutskipti kananna verður talsvert. Aftur á móti eru reynsluboltarnir Hildur og Alda Leif hjá Snæfell sem gæti vegið mikið í þessum leik! Njarðvík þarf að fá gott framlag frá Petrúnellu og Ólöf Helgu sömuleiðis ef þær ætla ná sér í titilinn. Ég tel að það verði raunin og að Sverrir og ljónynjurnar muni landa titlinum á laugardaginn og að gleðin verði ráðandi í mínum heimabæ!
 
Lokatölur 76 – 70 Njarðvík í vil þar sem Petrúnella leiði þær til sigurs! 
Fréttir
- Auglýsing -