spot_img
HomeFréttirBikarspá: Daði Sigurþórsson

Bikarspá: Daði Sigurþórsson

19:00

{mosimage}

Þá er komið að Daða Sigurþórssyni að velta fyrir sér bikarúrslitunum. Daði var á sínum tíma mjög efnilegur leikstjórnandi með Snæfell  og svo ÍR en meiðsli komu í veg fyrir að hann næði lengra. Hann hefur í staðinn verið einn af aðalmönnunum í rekstrinum á körfuboltanum í Stykkishólmi og farist það vel úr hendi

Keflavík – KR
Þetta verður svakalegur leikur tveggja jafnra liða. Það hefur verið mikill stígandi í KR liðinu undanfarið og þrátt fyrir að þær séu neðar í deildinni sé ég þær alveg leggja þær keflavísku að velli. Til að það takist þurfa þær að stöðva Birnu Valgarðsdóttur, sem hefur átt magnað tímabil fyrir Keflavík. Ég ætla að spá KR-ingum 8 stiga sigri 69-61, þar sem Hildur Sigurðardóttir mun fara á kostum með 15 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar.

KR – Stjarnan
Ef leikur Stjörnunnar og KR væri spilaður á pappírunum einum saman þá þyrfti ekki mikið að spá í úrslitunum. Heilt yfir eru KR-ingar með sterkari leikmenn í öllum stöðum og einfaldlega betra lið. En bikarleikir eru einn stakur leikur, þar sem allt getur gerst. Að mínu mati þróast þessi leikur á þann veg sem Stjörnumenn vilja. Ef þeir mæta klárir í leikinn, með það fyrir augum að vinna hann þá getur allt gerst. En ef þeir ætla bara að njóta dagsins og vera ánægðir með að hafa komist í höllina þá endar þetta með 20-30 stiga sigri KR. Teitur Örlygsson hefur 150 ára reynslu af svona leikjum, þannig ég held að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af hugarfarinu hjá Garðbæingum. Lykilmenn í þessum liðum eru leikstjórnendurnir Justin Shouse og Jakob Sigurðsson. Báðir þessir leikmenn hafa verið að spila mjög vel undanfarið og má búast við mögnuðu einvígi þar á bæ. Ég ætla að vera bjartsýnn fyrir hönd körfunnar og spá jöfnum og spennandi leik, þar sem KR-ingar hafa að lokum 10 stiga sigur 93-83.

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -