14:15
{mosimage}
(Bóasinn er mikill sælkeri og kátur kappi í alla staði)
Karfan.is hefur ákveðið að leita fanga víða þar sem hinir ýmsu aðilar verða beðnir um að rýna í undanúrslitaleikina í bikarnum. Við hefjum leik á snjöllum kappa sem heitir Benedikt Bóas Hinriksson, fyrrum íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 og DV en núverandi penni hjá Séð og Heyrt. Sjáum hvað Bóasinn hafði um undanúrslitaleikina að segja.
KR- UMFG
Öruggur sigur KR. Bara útaf því að Jón Arnór á Porche! Ef Grindjánarnir ná að halda í við KR fyrsta leikhlutann gæti þetta orðið eitthvað fjör. Annars ekki.
Stjarnan – Njarðvík
Held að Teitur hafi það ekki í sér að stýra einhverju liði til sigurs gegn Njarðvík. Því miður. Njarðvík tekur þetta en það verður close! Set X á hann á Lengjunni ef Hjörvar Hafliða setur eitthvað gott á það. Fer í framlengingu þar sem reynslan telur!
Keflavík – Valur
Keflavíkursigur því miður fyrir mig sem Valsmann. Hafa reynsluna sem skiptir svo miklu máli í svona leikjum.
Skallagrímur – KR
Fallegasta körfuboltakona landsins, Margrét Kara, mun fara fyrir KR og þetta verður hið geðþekka peace of cake fyrir KR. Hjörvar hlýtur að hafa 1,02 á lengjunni!
Mynd: Henry Birgir Gunnarsson – http://blogg.visir.is/henry/
{mosimage}



