10:00
{mosimage}
Þá er komið að Axel Nikulássyni að spá í bikarleikina. Axel lék lengi með Keflavík og svo KR og þjálfaði KR áður en hann hætti afskiptum af körfubolta og fór að sinna utanríkisþjónustu Íslands. Undanfarin ár hefur Axel verið búsettur í Kína en reynir þó alltaf að fylgjast með íslenska boltanum.
Axel hafði þetta að segja:
Keflavík – KR
„ Treysti því vitaskuld að Keflavík sigrí þessum leik. Það er hefð fyrir því í Keflavík að taka a.m.k. eina dollu á vetri og hér kemur sú fyrsta. Sigurhefðin er alltaf mikilvæg í svona leikjum og margri af leikmönnum þekkja þetta betur en KR stelpurnar.
KR – Stjarnan
Sé ekki fyrir mér að KR tapi. Þeir eru með leikmenn sem spila eins og atvinnumenn og þeir munu afgreiða þennan leik eins og atvinnumenn gera. Vona samt að Stjarnan verði með leiðindi og berjist vel á móti. Vonast líka til að lesa um góðan leik hjá Baldri Ólafssyni, minni gömlu barnapíu.”
Mynd: Einar Falur Ingólfsson



