spot_img
HomeFréttirBikarspá: Ari Gunnarsson

Bikarspá: Ari Gunnarsson

17:00

{mosimage}

Ari Gunnarsson hefur náð eftirtektarverðum árangri með kvennalið Hamars í vetur. Ari lék lengst af sínum leikmannsferli með Skallagrím en einnig með Val og Hamri. Ari leyfir okkur nú að sjá hvaða hugmyndir hann hefur um bikarúrslitaleikina á sunnudag.

Keflavík – KR
KR hefur verið að bæta sig eftir að Kara kom í þeirra raðir frá USA svo veit ég að Hörður Gauti hefur verið að aðstoða Jóa Árna með þjálfunina og hefur komið með eitthvað nýtt sem er að virka fyrir stelpurnar í KR. Í KR eru leikmenn sem ég hef miklar mætur á systurnar frá Borgarnesi  (höfuðborg Vesturlands) Sigrún og Guðrún eru leikmenn sem mun mikið mæða á Sigrún í stigaskorun og að peppa stelpurnar upp sem hún er mjög góð í og Guðrún í varnarleiknum en á góðum degi er hún einn besti varnarmaður deildarinnar.

Keflavík er með gott lið og getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi EN það eru búnir að vera slæmir dagar hjá þeim í síðustu leikjum sem er ekki gott svona rétt fyrir bikarúrslitaleikinn. Þær töpuðu fyrir KR í síðasta leik sem þær spiluðu og svo töpuðu þær illa fyrir Haukum í síðasta leik sem er ekki gott fyrir sjálfstraustið en hjá Keflavík eru reyndar stelpur, Birna sem er klárlega besti leikmaðurin í deildinni þessa stundina og Pálína sem er stemmnings leikmaður sem getur  rifið liðið með sér á erfiðum stundum.

Mín tilfinning er sú að Keflavík verði meistari og skemmi fyrir KR að vinna tvöfalt ég hef ekki trú á því að Keflavík tapi þremur leikjum í röð en þetta verður hörkuleikur og ég held að þessi leikur verði skemmtilegri

KR – Stjarnan
Stjarnan er á rosalegri siglingu undir stjórn Teits Örlygs og virðist hann vera að koma til skila sigur tilfinningunni sem hann sjálfur (Teitur) þekkir svo vel. Stjarnan er með góðan mannskap og hefur Teitur verið að ná því besta út úr strákunum, strákur eins og Kjartan hefur verið að spila mjög vel svo eru þeir með hörku spilara í öllum stöðum Justin Shouse,Jovan  Zdravevski, Skagamannin Fannar Helgason og ÍR-inginn Óla Sig.

KR tapaði sínum fyrsta leik á mánudagskvöldið og eru þeir örugglega ekki sáttir við það og ætla þeir að bæta sínum diggu stuðningsmönnum sínum það upp með því að koma með dolluna í vesturbæinn. KR er með besta mannskapinn á landinu og má segja að 10 leikmenn af tólf gætu verið lykil leikmenn í öllum liðum á landinu nema Hamri þar eru stjörnur í öllum stöðum 🙂

KR verður bikarmeistari þetta árið og ég held að Stjarnan sem er fínt lið sé bara númeri ef ekki tveimur númerum of litlir fyrir KR eins og það er vont að segja þetta fyrir gamla VALSARANN 🙂

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -