13:00
{mosimage}
Ágúst Björgvinsson er þjálfari A landsliðs kvenna og hefur lengi þjálfað í kvennaboltanum þó hann sé nú í herbúðum karlaliðs Hamars, hann kom einnig við hjá karlaliði KR haustið 2007. Ágúst þjálfaði lengi kvennalið Hauka og undir hans stjórn fóru þær nokkrum sinnum í bikarúrslit og unnu sigra.
Sjáum hvað Ágúst hefur að segja:
Keflavík – KR
Þessi lið eiga sér mikla sögu í bikarnum og hafa unnið bikarinn flest allra liða, Keflavík 11 sinnum og KR 9 sinnum. Liðin eru að mætast í sjöunda skiptið í bikarúrslitum, fyrst árið 1987 sama ár og Pálína Gunnlaugsdóttir fæddist. KR vann fyrsta bikarleikinn og aftur 2001 en Keflavík hefur unnið hina fjóra leikina. Bikarinn hefur alltaf verið svo óútreiknanlegur og er ég á því að það sé alls ekki hægt að spá fyrir um úrslit í þessum leik. Keflavík hefur verið að spila gríðalega vel í vetur, unnu tíu leiki í röð en hafa tapað síðust tveimur leikjum, síðast á móti Haukum og fyrir KR í DHL-Höllinni í hörkuleik þar sem KR náði að stoppa þriggjastiga skot Keflvíkinga sem hefur verið þeirra aðalvopn í vetur.
KR stelpurnar hafa kannski ekki staðið undir væntingum í vetur en eru að koma sterkar upp núna á nýju ári og geta tryggt sér bikarmeistaratitil með sigri. Tryggðu sig inn í A-deild í lokaleik fyrri umferðar. Unnu deildarmeistara Hauka í 8-liða úrslitum í bikar sem er eini tap leikur Hauka síðan í október. KR náði síðan sigri í bikarforsýningunni um daginn eins og áður sagði. Laugardaginn síðasta gerðu þær sér svo góða ferð til Hveragerðis og sigruðu Hamar í fyrsta skiptið í vetur. Það verður mikilvægt fyrir bæði lið að ná stjórn á spennustiginu á upphafs mínútunum. Þar sem allir leikmenn gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins og þeirri staðreynd að þetta er galopið fyrir bæði lið. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim Pálínu, Sigrún og Guðrún Ámundadætrum en þessar stúlkur hafa allar farið tvívegis í bikarúrlslit saman áður, þá með Haukum og sigrað í bæði skiptin 2005 og 2007 en mætast nú sem mótherjar.
Hvað þurfa liðin að gera til ná fram sigri?
Fyrir KR er það mjög mikilvægt að ná fram þessari grimmu vörn sem þær spiluðu í fyrri hálfleik og fjórðaleikhluta gegn Keflvaík í síðasta leik. KR þarf að loka vel á þriggjastiga skot Keflavíkur og stoppa hraðaupphlaup Keflavíkur. KR er klárlega eitt ef ekki besta frákasta lið deildarinnar og þær verða að frákasta vel til að ná fram sigri. Hildur Sigurðardóttir hefur verið að stíga upp í síðust leikjum og þarf Hildur að eiga góðan dag, skora og stjórna KR-liðinu. Fyrir Keflavík er mikilvægt að stíga vel út og takmarka öll sóknarfráköst hjá KR-liðinu. Keflavík þarf að hitta betur en þær hafa verið að gera í síðust tveimur leikjum en eins og ég kom inn á eru þær gríðalega hættulegar fyrir utan þriggja stiga línuna. Birna Valgarðsdóttir er að spila gríðalega vel og þarf hún að eiga góðan dag. Einnig er mikilvægt að Pálína og Svava Stefánsdóttir eigi góðan leik en þær deila ábyrgðinni sem leikstjórnendur liðsins.
KR – Stjarnan
KR-ingar sem eru með mestu bikarhefð í karlaboltanum eða alls 16 úrslitaleiki og sigrað í 9 af þeim. Mæta Stjörnunni sem er í fyrsta bikarleik í sögu félagsins.
KR-liðið hefur nánast leikið óaðfinnanlega í vetur en koma nú í bikarúrslit eftir fyrsta tap leik liðsins. Spurning hvaða áhrifa það hefur á liðið. KR fóru nánast erfiðustu leið að úrslitaleiknum eins og hægt var að fara. KR sigraði þrjú af fjórum bestu liðum landsins í dag Snæfell (Bikarmeistara 2008), Keflavík (Íslandsmeistarar 2008) og í undanúrslitum hið firnasterka lið Grindavíkur.Stjarnan fór hinsvegar bakdyra leiðina í úrslitaleikin, sigruðu Mostra (2 deild), ÍBV (2. deild), Val (1.deild) og að lokum Njarðvík.
Stjörnuliðið hefur verið á mikil siglingu eftir að Teitur Örlygsson tók við liðinu og sigrað 8 af 9 leikjum undir hans stjórn og verður fróðlegt að sjá hverju Teitur nær úr Stjörnuliðinu gegn KR.
Þó ég telji að KR séu mun sigurstranglegri í þessum leik þá átti Stjarnan góðan leik gegn KR þegar liðin mættust í nóvember. Vonadi fáum við góðan og skemtilegan úrslitaleik.
Hvað þurfa liðin að gera til að ná fram sigri?
Stjarnan þarf klárlega að eiga toppleik til að leggja KR af velli og þeir stefna klárlega á toppleik. Það mun mæða mikið á Justin Shouse og þarf hann að spila sinn allra besta leik ætli Stjarnan sér sigur. Einnig er mikilvægt að Jovan Zdraveveski verði heitur og setji sín skot niður. Fannar Helgason þarf að passa sig á villum og Kjartan Kjartansson þarfa að setja nokkur þriggja stiga skot niður.
KR þarf að vinna varnarvinnuna sína betur en gegn Grindavík á mánudaginn síðasta, þeir hafa verið að skipta á öllum hindrunum fyrir utan Fannar Ólafsson og hefur það tekist mjög vel hjá þeim í vetur fyrir utan Grindavíkurleikinn. KR-ingar þurfa að verjast pick & roll með Justin og Jovan. Justin getur bæði tekið skotið og keyrt að körfunni og finnur Jovan um leið og hann er tvídekkaður. Þar sem Jovan getur bæði rúllað upp að körfu og út í þriggja stiga skotið. Sóknarlega hafa KR-ingar mikla breidd og ef einhver á ekki góðan dag tekur bara einhver annar við.
Mynd: karfan.is