spot_img
HomeFréttirBikarspá 2010: Unndór Sigurðsson

Bikarspá 2010: Unndór Sigurðsson

 
Njarðvíkurþjálfarinn Unndór Sigurðsson varð að játa sig sigraðan í undanúrslitum í Subwaybikarnum í kvennaflokki en Haukar tryggðu sér farseðilinn í Höllina með öruggum sigri á Njarðvík. Unndór lét þó ekki standa á svörum sínum þegar Karfan.is knúði dyra betlandi um spá fyrir bikarúrslitaleik Keflavíkur og Hauka.
Hvernig líst þér á bikarúrslitaleik Keflavíkur og Hauka?
Mér líst vel á þennan leik. Þetta gæti orðið hörkuleikur bæði lið eru búin að styrkjast síðan tímabilið byrjaði þannig að ég vonast eftir hörkuleik.
 
Sást þú viðureign þessara liða í bikarnum árið 2007? Ef svo, hvernig fannst þér?
Já, ágætis leikur en sá leikur mun ekki hjálpa hvorugu liðinu í dag : )
 
Hvað mun skipta mestu máli í þessum leik?
Það eru margir samverkandi þættir sem munu skipta máli fyrir liðinn, leikskipulag, andlegur undirbúningur bæði liðs og einstaklings, en síðan er það elsta tuggan í bransanum að það lið sem spilar betri vörn það vinnur. Fyrir Keflavík mun það skipta miklu máli að þær leyfi ekki Heather að leika lausum hala, bæði hvað varðar skorun og búa til fyrir aðra leikmenn Hauka og einnig átta sig á því að hún er ekki ein í Haukaliðinu. Fyrir Hauka verður aðalatriðið að stoppa eða halda í skefjum Bryndísi, Birnu og Kristi Smith.
 
Hvaða leikmenn gerir þú ráð fyrir að láti mikið á sér bera í leiknum?
Ég geri ráð fyrir að fyrir Keflavík verði það þær þrjár sem ég nefndi hér að ofan ásamt Pálínu en hjá Haukum verður það Heather og Daninn sóknarlega en Ragna og Telma varnarlega.
 
Hvernig fer þetta svo?
Ég held að Keflavík vinni þetta, þeirra leikmenn hafa bæði reynsluna og meiri breidd en ef aðrir leikmenn í Haukaliðinu en Heather verða hugrakkir og trúa á sig og liðið þá gæti þetta verið hörkurleikur.
 
Fréttir
- Auglýsing -