spot_img
HomeFréttirBikarspá 2010: Guðjón Þorsteinsson

Bikarspá 2010: Guðjón Þorsteinsson

 
Körfuboltaforkólf Ísafjarðar þarf vart að kynna en það er Guðjón Þorsteinsson og hann er þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum. Því var það rakið dæmi að biðja Guðjón um að hnoða í eina spá fyrir Subwaybikarúrslitin í dag.
Hvernig leggst bikarúrslitaleikur Snæfells og Grindavíkur í þig?
Þessi leikur leggst mjög vel í mig og ég tel að þetta verði jafnt og spennandi. Þetta eru að mínu mati mjög ólík lið, en samt mjög lík, eins fyndið að það kann að hljóma 🙂
 
Hvað mun skipta mestu máli í þessum leik?
Þeir sem eru í lykilhlutverki beggja liða og verða til þess að leggga línurnar eru þeir Paxel og Hlynur. Ég tel að sá þeirra sem betri á leikinn, muni leggja línurnar að sigri fyrir sitt lið.
 
Hvaða leikmenn gerir þú ráð fyrir að láti mikið á sér bera í leiknum?
Ég tel að þjálfarar beggja æiða muni leggja ofurkraft á varnarleik, en þó tel ég að Friðrik leggi meira upp úr hraðaupplaupum senmma leiks til að koma Snæfell úr jafnvægi.
 
Hvernig munu Friðrik og Ingi Þór leggja upp leiki sinna liða?
Ef að Snæfell heldur sig við að finna Hlyn inn í teig þá koma skytturnar til með að losna hjá þeim, en ef þeir ætla að láta þriggja stiga konseptið ráða för, þá er leikurinn farinn.
 
Hvernig fer þetta svo?
Það er samt ótrúlegt að sjá að bæði þessi lið eru að setja jafn mörg stig a.m.t. í leik en Snæfell fær á sig tveim stigum meira. Þannig að allt er í járnum þar. Mín spá er að þeir sem koma stefndari til leiks taki bikarinn. Og ef ég á að spá í tölum þá fer þetta 90-84. En hvort liðið sigrar get ég ekki sagt fyrirfram um. Hallast þó á að Subwaybikarimeistararnir verði……………………..
 
Gaman að geta þess í lokinn að það verða allir hér frá KFÍ að horfa á leikinn á Suðureyri og ,,megi þeir sigra sem best líta út".
 
Fréttir
- Auglýsing -