Varaformaður KKÍ hefur nú marga fjöruna sopið í körfuboltanum og þekkir það sjálf að vinna bikarmeistaratitilinn og því kemur hún hér með eina vandaða spá fyrir Subwaybikarúrslitaleik karla millum Snæfells og Grindavíkur.
Hvernig leggst bikarúrslitaleikur Snæfells og Grindavíkur í þig?
Mjög vel, tvö frábær lið sem eru hungruð í titil. Ef bæði lið ná að halda spennustiginu réttu þá verður þetta hörkuleikur og frábær skemmtun.
Hvað mun skipta mestu máli í þessum leik?
Hið fræga dagsform og það að spennustigið verði ekki of hátt.
Hvaða leikmenn gerir þú ráð fyrir að láti mikið á sér bera í leiknum?
Hjá Grindavík verður það án efa Paxel sem mætir í fantaformi og hjá Snæfelli er alltaf gaman að fylgjast með Hlyni þeim baráttuhundi sem fátt fer framhjá.
Hvernig munu Friðrik og Ingi Þór leggja upp leiki sinna liða?
Ingi Þór mun án efa leggja upp með að stöðva Paxel enda er hann búin að vera í fantaformi það
sem af er tímabili, Friðrik mun þurfa að halda Hlyni frá körfunni enda eitt besta "vinnudýr" sem uppi hefur verið. Annars held ég að bæði lið muni leggja upp með að spila sinn leik og leggja áherslu á liðið sem hungrar meira í titilinn það vinnur.
Hvernig fer þetta svo?
Ég held að þetta verði hörkuleikur þar sem úrslitin ráðast ekki fyrr en á síðustu sekúndunni og jafnvel í framlengingu – dagsformið mun spila þarna stórt hlutverk.
Ég vil hvetja áhorfendur til að taka fullan þátt í leikjunum því þeir geta haft áhrif og verið sjötti maðurinn á vellinum. Hvað er skemmtilegra en að spila fyrir brjálaða áhorfendur í Laugardalshöll!!!
Áfram körfubolti
Kveðja,
Guðbjörg Norðfjörð
Ljósmynd/ Guðbjörg Norðfjörð er hér lengst til vinstri á myndinni á góðri bikarstundu.



