Sturla og Teitur hafa verið iðnir að landa bikartitlum. Hér sjást þeir landa einum 90cm, gullfallegum hæng.
Örlyg Þorvaldsson þekkja nú líkast til fæstir sem skoða þessa síðu. En afkomendur hans ættu hinsvegar flestir ef ekki allir körfuknattleiksunnendur að þekkja. Hér er um að ræða faðir þeirra Sturlu, Teits og Gunnars sem allir hafa verið eða voru iðnir við boltann hér um árið. Í samantekt hjá Karfan.is kemur í ljós að afkomendur Örlygs hafa farið í höllina 19 sinnum og skilað í hús 13 titlum sem einstaklingar.
Samantektin er sem hér segir
Teitur Örlygsson 11 sinnum í Höllina, 8 titlar
Sturla Örlygsson 4 sinnum í Höllina (87,88,89,92) 2 titlar
Gunnar Örlygsson 1 sinni í Höllina (92) 1 titill
Kara Sturludóttir 2 sinnum í Höllina 1 titill
Á þessum lista er einungis tekið á meistaraflokki en fleiri afkomendur Örlygs spila nú sem stendur í yngriflokkum og því ekki von á öðru en að þessar tölur eigi einungis eftir að hækka í framtíðinni.
Mynd: Gunnar Örlygsson



