spot_img
HomeFréttirBikarmeisturum skellt með látum í jörðina á Akureyri

Bikarmeisturum skellt með látum í jörðina á Akureyri

Tveir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Leikirnir voru til að ljúka 17 umferð deildarinnar og voru nokkuð óvænt úrslit. 

 

Nýkrýndir bikarmeistarar KR fengu heldur betur skell á Akureyri þar sem Þór vann sannfærandi sigur. Tryggvi Snær og George Beamon voru frábærir fyrir Þórsara en KRingar virtust glíma við þessa klassísku bikarþreytu. 

 

Grindavík vann gríðarlega sterkan útisigur á Njarðvík í kvöld þar sem Ólafur Ólafsson endaði með 17 stig og 10 fráköst. Grindavík er þar með aftur komið í fjórða sæti deildarinnar og nálgast efstu liðin. 

 

Þrír leikir fóru einni fram í 1.deild karla og er leikur Vals og Fjölnis framlengdur en liðið sem vinnur verður í öðru sæti deildarinnar. 

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í 1. deild karla

 

Úrslit kvöldsins:

 

Dominos deild karla:

 

Njarðvík 79-87 Grindavík

Þór Ak 83-65 KR

 

1. deild karla

Vestri 65-111 Hamar 

Ármann 59-86 FSu

Valur – Fjölnir

 

Mynd / Skúli B. Sigurðsson

Fréttir
- Auglýsing -