Bikarmeistarar Vals hafa framlengt samninga sína við fimm leikmenn fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.
Þeir Kristófer Acox, Hjálmar Stefánsson, Ástþór Atli Svalason, Frank Aron Booker og Kári Jónsson munu allir hafa framlengt sína samninga og þá var Kristinn Pálsson einnig á samning fyrir næstu leiktíð sem hann gerði í fyrra.
Enn frekar herma heimildir að Kári hafi náð sér af þeim meiðslum sem væri að plaga hann í lok síðasta tímabils og verði hann því klár í fyrsta leik á næsta tímabili.
