spot_img
HomeFréttirBikarmeistararnir mæta í Ljónagryfjuna

Bikarmeistararnir mæta í Ljónagryfjuna

Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino´s deild karla og hefjast þeir allir kl. 19:15. Nýkrýndir bikarmeistarar Grindavíkur mæta í Ljónagryfjuna, topplið KR heldur í Þorlákshöfn og ÍR-ingar mæta KFÍ á Jakanum. Þá fara fram tveir leikir í 1. deild karla þar sem gera má ráð fyrir miklum slag í viðureign Hattar og Þórs frá Akureyri. Vængir Júpíters eiga svo þungan róður fyrir höndum þegar þeir mæta Tindastól í Síkinu.
 
 
Domino´s deild karla, 19:15
 
Þór Þorlákshöfn – KR
Njarðvík – Grindavík
KFÍ – ÍR
 
1. deild karla
 
19:15 Tindastóll – Vængir Júpíters
19:15 Höttur – Þór Akureyri
 
  
Fréttir
- Auglýsing -