spot_img
HomeFréttirBikarmeistararnir komnir áfram (Umfjöllun)

Bikarmeistararnir komnir áfram (Umfjöllun)

17:42
{mosimage}


 
(Byrd í teigbaráttunni gegn ÍR) 


Hamarsmenn fengu bikarmeistara ÍR í heimsóknum í 16 liða úrslitum Lýsingarbikars karla í gærkvöld. Hugðust Hamarsmenn ná fram hefndum eftir að hafa tapað í úrslitum fyrir ÍR á síðasta tímabili. Jafnræði var með liðunum fyrri helming fyrsta leikhluta, en í stöðunni 9-9 settu gestirnir skyndilega í fluggírinn og skoruðu næstu 12 stig leiksins og komust yfir 9-21, en heimamenn vissu ekki hvernig á sig stæði veðrið. Roni skellti einum þrist og Lalli negldi 2 vítaskotum ofaní í lok fjórðungsins og náðu að laga stöðuna smá, en staðan samt 14-21 eftir fyrsta leikhluta bikarmeisturunum í vil.

Hreggviður opnaði síðan 2. leikhluta með þrist og Nate og Ómar skoruðu síðan næstu 4 stig og munurinn orðinn 14 stig (14-28). Þá tók Ágúst Björgvinsson leikhlé og lagði á ráðin með sínum mönnum. Eitthvað hefur það gagnast því Hamarsmenn náðu að minnka muninn í 4 stig, 28-32 og munaði miklu um tvo þrista frá Bojan. Allt í einu var kominn einhver karakter í Hamarsliðið og náðu þeir að minnka muninn í 2 stig, 32-34 en Sveinbjörn jók muninn í 5 stig með góðum þrist 32-37. Sveinbjörn skoraði síðan aftur 36-39, en Lalli minnkaði muninn í 38-39 og Roni kom Hamarsmönnum yfir 40-39 í fyrsta skipti síðan í stöðunni 2-0. Hálfleikstölur 40-39 og heimamenn vaknaðir.  

Roni byrjaði síðan 3. leikhluta á því að negla þrist en Hreggviður kæfði fagnaðarlætin með því að skella þrist hinumegin. Ómar kom síðan ÍR yfir með laglegri körfu, en Bojan læddi þá inn þrist fyrir heimamenn og endurheimti forustuna. Ómar jafnaði leikinn aftur 46-48 en Marvin svaraði með 2 stigum. Þá duttu gestirnir í einhvern gír en skildu heimamenn eftir í nokkurskonar kóma og ekkert gekk upp hjá þeim en Sveinbjörn teymdi sína menn og skoraði 14 af 21 stigi ÍR en Hamarsmenn skoruðu aðeins 6 stig á móti þessum 21 stigi og staðan fyrir 4. leikhluta því 54-67 og stemningin algjörlega ÍR meginn Byrd og Viðar skoruðu fyrstu 4 stig 4. leikhluta. Roni fór á línuna en klikkaði á báðum, Sveinbjörn setti 2stig og kom muninum aftur í 10 stig, 59-69. Nate fékk 2 vítaskot, en misnotaði þau bæði. Byrd fór á línuna og klikkaði báðum og í næstu sókn fór Lalli á línuna en brenndi líka af báðum, svo að 8 vítaskot í röð höfðu farið forgörðum í 4. leikhluta, 6 hjá Hamri og 2 hjá gestunum. ÍR héldu forskotinu alveg fram að leikslokum, en Hamar náði mest að minnka muninn niður í 5 stig með góðum þrist frá Roni 71-76 þegar tæpar 2 mínútur voru eftir, en lengra komust þeir ekki og lokatölur urðu 74-81 fyrir ÍR.

George Byrd var atkvæðamestur heimamanna með 23 stig og 21 frákast (39 í einkunn). Bojan skoraði 16 stig og tók 7 fráköst, Roni skoraði 15 stig, Marvin 9 stig, Lalli 6 stig, 7 stoðsendingar og 3 stolnir boltar, Viðar 5 stig.

Hjá gestunum var Sveinbjörn drjúgur með 22 stig. Ómar skoraði 14 stig og tók 14 fráköst og Hreggviður skoraði líka 14 stig. Ólafur J. Sigurðsson skoraði 9 stig, Steinar Arason 8, en Nate Brown skoraði 7 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þorsteinn Húnfjörð skoraði 4 stig og Eiríkur Önundar læddi 3 stigum. 

Tölfræði leiksins 

Texti og myndir: www.hamarsport.is

{mosimage}
(Sveinbjörn Claessen í þriggja stiga skoti)

Fréttir
- Auglýsing -