spot_img
HomeFréttirBikarmeistarar sannfærandi gegn Hamar

Bikarmeistarar sannfærandi gegn Hamar

Nýbakaðir bikarmeistarar Grindavíkur voru ekki í teljandi vandræðum með gesti sína, Hamar í dag þegar liðin mættust í frestuðum leik frá því fyrr í vikunni. Svo fór að heimastúlkur í Röstinni sigruðu nokkuð sannfærandi, 88:60.  Í hálfleik leiddu Grindavík með 19 stigum eða 46:27 og má segja að þá þegar hafi úrslit leiksins verið ráðinn. 
 
Hamarstúlkur náðu að halda ágætlega vel í við Grindavík í þriðja leikhluta en náðu hinsvegar aldrei að ógna sigrinum í dag.  Pálína Gunnlaugsdóttir stigahæst Grindavíkur með 19 stig og Kristina King kom henni næst með 18 stig.  Hjá Hamar var Sydnei Moss með 21 stig og 8 fráköst. 
 
 
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/6 fráköst, Kristina King 18/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 16/6 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 10, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 7/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0/4 fráköst.
Hamar: Sydnei Moss 21/8 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 14, Jenný Harðardóttir 7, Sóley Guðgeirsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst/4 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 2, Hafdís Ellertsdóttir 2/4 fráköst, Erika Mjöll Jónsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -