spot_img
HomeFréttirBikarleikir: 9.fl Kvenna og Ungfl. Karla

Bikarleikir: 9.fl Kvenna og Ungfl. Karla


Nokkrir bikarleikir voru háðir í kvöld í yngri flokkum. Í unglingaflokki karla tóku Keflvíkingar á móti liði Fsu. Fyrir leik var búist við hörku viðureign en Keflvíkingar voru á öðru máli og völtuðu yfir gesti sína í kvöld og sigruðu með 102 stigum gegn 65. Í 9. flokki kvenna voru það Keflavíkurstúlkur sem tóku á móti Haukum og sigruðu nokkuð örugglega 65-35 og í hinum leiknum í 9. flokki voru það Njarðvíkurstúlkur sem sigruðu Grindavík í hörkuleik þar sem að Njarðvík átti frábært “comeback” eftir að hafa lent 15 stigum undir og sigruðu að lokum með 3 stigum.  Meðfylgjandi myndir voru teknar úr leik Keflavík og FSu.

Fréttir
- Auglýsing -