01:12
{mosimage}
Það var mikið fagnað á Ásvöllum fyrr í kvöld er þá fengu deildarmeistarar Hauka bikarinn afhendan en þær tryggðu sér bikarinn fyrir þó nokkru. Það voru ekki aðeins Haukastelpur sem fögnuðu heldur einnig Hamarsstúlkur en þær unnu viðureign liðanna og voru að vinna afar þýðingarmikil sigur í Iceland Express-deildinni og því gleði um allt hús.
Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, tók við bikarnum og lyfti honum við mikinn fögnuð viðstaddra. Er þetta fyrsti stóri titill félagsins undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar en hann tók við af Ágústi Björgvinssyni sumarið 2007 eftir þrjú sigursæl ár.
Haukastelpur sýndu alla þá takta sem lið sem var að vinna sér inn bikar gerir, brosir, faðmast, fagna, stillir sér upp fyrir liðsmynd og hleypur sigurhring til að mynda. Í kvöld fengu nokkrar stelpur úr einum minniboltaflokki félagsins að hlaupa með og mun það án efa sitja í minni þeirra í langan tíma, enda ekki á hverjum degi sem maður hleypur sigurhring með átrúnaðargoðunum sínum.
myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



