Subwaybikarúrslitin færast nú nær og nær en Karfan.is ræddi við þær Heather Ezell og Birnu Valgarðsdóttur um komandi átök í Laugardalshöll. Heather hefur farið á kostum með Haukum í allan vetur en Birna hefur verið fyrirferðamikil í Keflavíkurliðinu sem hefur unnið hvern stórleikinn á fætur öðrum núna á nýja árinu.
Subwaybikarúrslitin 2010 – laugardaginn 20. febrúar
Kvennaleikur kl. 14:00
Keflavík-Haukar
Karlaleikur kl. 16:00
Snæfell-Grindavík
Ljósmynd/Marín Rós Karlsdóttir og Heather Ezell með bikarinn eftirsótta á kynningarfundi bikarúrslitanna síðasta fimmtudag.



