
Bikarmeistarar KR 2009 9. flokki Karla
Það voru KR-ingar sem tók bikarinn í 9. Flokki karla í morgun í fyrsta leik bikarhelginar þegar þeir sigruðu lið Þór Þorlákshöfn með 65 stigum gegn 50. KR liðið var ívið sterkari aðilinn í leiknum en Þórs liðið átti þá nokkra frábæra spretti sem velgdi liði KR undir uggum. En í lokin voru það KR liðið sem höfðu meira bensín til að klára leikinn og gerðu það.
Leikurinn hófst nokkuð vel og bæði lið með á nótunum. En KR liðið komst fljótlega í 10 stiga forystu leiddir af fyrirliða sínum Mattías Orra Sigurðarsyni. Kappinn var að eiga stórleik í fyrri hálfleik og var strax komin með 18 stig þá. Sjö stig skildu liðinn í hálfleik hófu Þórsarar seinni hálfleik á að minnka muninn niður í 6 stig. Ekki blés byrlega fyrir þá KR-inga á þessum mínútum og ekki bætti úr skák að þeirra besti maður Mattíast Orri, meiddist á fæti og spilaði ekki meira með í leiknum.

En þá tók Martin Hermannsson liðið á sínar herðar og leiddi þá til sigurs með glæsilegum leik sínum. Hann var ýmist að keyra að körfunni , hitta úr þristum eða mata félaga sína. Það kom engum á óvart að strákurinn var valinn maður leiksins enda vel að því kominn. Svo fór að KR hafði að lokum nokkuð auðveldan 15 stiga sigur og var það verðskuldaður sigur. Hjá Þórs liðinu var Emil Karel Einarsson þeirra langbesti maður með 30 stig og 12 fráköst, gríðarlegt efni þar á ferð og ef rétt er haldið á spilum þar á bæ þá skal fólk leggja þetta nafn á minnið.

Martin Hermannsson með maður leiksins í 9. flokki karla























