spot_img
HomeFréttirBikarhelgi yngri flokka hefst í kvöld

Bikarhelgi yngri flokka hefst í kvöld

Í dag hefst bikarhelgi yngri flokka svo það er ekkert lát á bikarveislunni sem hófst í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Í kvöld er leiki í 10. flokki stúlkna og drengjaflokki en það eru grannarnir Keflavík og Njarðvík sem hefja leik kl. 18 í 10. flokki stúlkna.

Þá mætast KR og Stjarnan í drengjaflokki kl. 20:00 og bikarúrslitum yngri flokka verður svo framhaldið á sunnudag. Á morgun, laugardag, eru bikarúrslit í meistaraflokkum en eins og áður hefur komið fram mætast þar Keflavík og Skallagrímur í kvennaflokki og KR og Þór Þorlákshöfn í karlaflokki.

 

10-02-2017 18:00 10. flokkur stúlkna bikarkeppni Keflavík 10. fl. st.   Njarðvík 10. fl. st. Laugardalshöll
10-02-2017 20:00 Drengjaflokkur bikarkeppni KR dr. fl.   Stjarnan dr. fl. Laugardalshöll
Fréttir
- Auglýsing -