spot_img
HomeFréttirBikarbomban er klár

Bikarbomban er klár

Þá er bikarbomban þetta árið orðin klár. Í gær var síðasti undanúrslitaleikurinn í yngri flokkum þar sem FSu tryggði sér síðasta farseðilinn í Laugardalshöll. Sannkölluð maraþonhelgi er framundan því í fyrsta sinn fara fram bikarúrslit yngri flokka og meistaraflokkanna á sama tíma og stað. Fjörið hefst á föstudag og lýkur á sunnudagskvöld þar sem krúnudjásnin verða bikarúrslitaleikir meistaraflokkanna í Poweradebikarnum.
 
 
Hér er bikarbomban eins og hún leggur sig 20.-22. febrúar, Laugardalshöll:
 
FÖSTUDAGUR · 20. FEBRÚAR
18.30 10. flokkur kvenna KEFLAVÍK – ÁRMANN/HRUNAMENN
20.30 Stúlknaflokkur HAUKAR – KEFLAVÍK
 
LAUGARDAGUR · 21. FEBRÚAR
09.30 10. flokkur karla HAUKAR – KR
13.30 Mfl. kvenna KEFLAVÍK – GRINDAVÍK
16.00 Mfl. karla STJARNAN – KR
19.00 Drengjaflokkur HAUKAR – TINDASTÓLL
 
SUNNUDAGUR · 22. FEBRÚAR
10.00 9. flokkur karla HAUKAR – STJARNAN
12.00 9. flokkur kvenna GRINDAVÍK – KEFLAVÍK
14.00 11. flokkur karla KR – GRINDAVÍK/ÞÓR Þ.
16.00 Unglingafl. kvenna HAUKAR – KEFLAVÍK
18.00 Unglingafl. karla NJARÐVÍK – FSu
  
Mynd/ Tomasz – Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar kvenna en þetta árið fer annað hvort nafn Keflavíkur eða Grindavíkur á bikarinn í kvennaflokki.
Fréttir
- Auglýsing -