Í Ameríkunni gerast margir skrítnir hlutir og líklega kemur það fáum á óvart að fyrir skömmu vann menntaskóla lið frá Convenant í Dallas stöllur sínar úr Dallas Academy 100-0. Hinsvegar hefur sigurliðið nú farið fram á að þessi leikur verður gerður ógildur og vilja biðjast afsökunar á þessum sigri.
„Þetta er í raun skammarlegt að þetta hafi gerst“ sagði Kyle Queal skólastjóri einkarekna skólans og bætti við að sigur án sæmdar væri í raun og veru stórt tap. Foreldri leikmanns úr tapliðinu var ekki sáttur við framferði leikmanna Convenant skólans. „ Þetta var illa gert af þeim að pressa stíft allan leikinn og skjóta svo bara þristum til þess eins að ná 100 stigunum. Þær hefðu átt að bakka tilbaka“
Þjálfari tapliðsins var einnig ósáttur með framferði andstæðinga sinna. „Þetta var einskonar lay up æfing fyrir þær. Bakkara þeirra biðu bara eftir að stela boltanum og það var ekki fyrr en um 4 mínútur voru eftir að þær slökuðu aðeins á og þá höfðu þær náð 100 stigum. „ sagði Jeremy Civello.
Í frétta tilkynningu frá Convenant skólanum segir: Þessi leikur endurspeglar ekki ímynd drottins og hinnar heiðarlegu spilamennsku sem lagt er upp með í þessum skóla. Við viljum því biðja alla aðila Dallas Academy skólans innilegrar afsökunar á þessu framferði í umræddum leik.
Þess má einnig geta að lið Dallas Academy hefur ekki unnið leik á síðustu fjórum tímabilum.



