Þá er komið að því, úrslitakeppnin í Domino´s-deild karla hefst í kvöld þar sem rimmur KR og Grindavíkur annarsvegar og Keflavíkur og Tindastóls hinsvegar hefjast. KR á heimaleikjaréttinn gegn Grindavík og Keflavík á heimaleikjaréttinn gegn Tindastól. Báðir leikir liðanna hefjast kl. 19:15 í kvöld. Viðureign Keflavíkur og Tindastóls verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport í kvöld.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast áfram í undanúrslit keppninnar.
Hinar tvær rimmurnar í 8-liða úrslitum hefjast annað kvöld en þar mætast Stjarnan-Njarðvík og Haukar-Þór Þorlákshöfn.
Allir leikir dagsins
| 17-03-2016 19:00 | Unglingaflokkur kvenna | Þór Ak. ungl. fl. st. | Grindavík ungl. fl. st. | Síðuskóli | |
| 17-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | KR | Grindavík | DHL-höllin | |
| 17-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | Keflavík | Tindastóll | TM höllin |



