Biðin er á enda gott fólk! Keppni í Domino´s deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Þessari fyrstu umferð lýkur svo annað kvöld með tveimur leikjum.
Íslandsmeistarar KR hefja leik á heimavelli þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn, nýliðar Tindastóls heimsækja Stjörnuna í Garðabæ, Skallagrímur tekur á móti Keflavík og þá mætast Snæfell og Fjölnir í Stykkishólmi.
Þetta er tímabilið þar sem margir hverjir freista þess að tjakka sig að minnsta kosti inn í æfingahóp landsliðsins fyrir komandi EM sumar svo menn selja sig dýrt þetta tímabilið. Verður KR meistari eins og þeim var spáð? Falla Skallagrímur og ÍR…það á margt eftir að koma í ljós og við fáum smjörþefinn af því í kvöld!
Leikir kvöldsins – 19:15
Skallagrímur – Keflavík
Stjarnan – Tindastóll
KR – Njarðvík
Snæfell – Fjölnir



