spot_img
HomeFréttirBIBA-búðir sumarið 2020

BIBA-búðir sumarið 2020

Körfuboltaakademía Borche Ilievski (BIBA) verður næsta sumar frá 23. júní til 30. júní 2020. Búðirnar verða í Primorsko í Búlgaríu, fallegum bæ við strendur Svartahafsins.

Körfuboltabúðirnir eru fyrir stelpur og stráka frá 11 til 17 ára. Fjöldi leikmanna er takmarkaður við 60. Leikmenn og foreldrar/forráðamenn munu dvelja á 4 stjörnu hóteli sem er í 50 metra fjarlægð frá ströndinni. Á hótelinu er flottur veitingastaður, heilsulind, barir, útisundlaug og leiksvæði fyrir börn. Í boði eru tveggja manna og þriggja manna herbergi og allur matur innifalinn.

Æfingarnar og búðirnar sjálfar verða í frábærri körfubolta aðstöðu í 10 mínútna göngufæri frá hótelinu. Gæði æfinganna og búðanna ráðast af góðum hópi þjálfara sem hafa mikla og víðtæka þjálfarareynslu. Þjálfarabakgrunnur þeirra spannar alla Evrópu (Spánn, Serbía, Ísland, Makedónía, Ítalía, Frakkland …) og Bandaríkin þar að auki.

Fyrir frekari upplýsingar geta áhugasamir heimsótt Facebook-síðu BIBA Ísland eða haft samband við stjórnendur með tölvupósti.

Borche Ilievski
[email protected]
Farsími: 8637068

Árni Eggert Harðarson
[email protected]
Farsími: 8630778

Fréttir
- Auglýsing -