spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaBesti leikmaður 1. umferðar - Daniela Morillo

Besti leikmaður 1. umferðar – Daniela Morillo

Besti leikmaður fyrstu umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Daniela Wallen Morillo.

Morillo fór fyrir ungu liði Keflavíkur sem kjöldróg KR með 42 stigum, 114-72 fyrr í kvöld. Á rúmum 28 mínútum spiluðum skilaði hún 37 stigum, 11 fráköstum, 9 stoðsendingum og 7 stolnum boltum.

Þá var hún einnig nokkuð skilvirk í leiknum, þar sem að hún setti öll 6 víti sín niður, 3 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna og í heildina 11 af 14 af vellinum, 79% skotnýting. Þá var Keflavík +44 með hana á parketinu. Í heildina var hún með 54 framlagsstig, en sé það sett í samhengi við síðasta tímabil, þá væri það aðeins einum framlagspunkt frá bestu frammistöðu leikmanns allt 2019-20 tímabilið.

Leikmenn umferða:

  1. umferð – Daniela Wallen Morillo
Fréttir
- Auglýsing -