spot_img
HomeFréttirBerkis á reynslu hjá Södertalje

Berkis á reynslu hjá Södertalje

Martins Berkis er farinn til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Södertalje Kings en á síðustu leiktíð lék Berkis með BK Iskra Svit í Slóvakíu og gerði þar 15,6 stig og tók 5,2 fráköst að meðaltali í leik.
Hólmarar eru Berkis að góðu kunnir en hann varð Íslandsmeistari með Snæfell eftir úrslitaseríu gegn Keflavík tímabilið 2009-2010. Ef Berkis semur við liðið hittir hann fyrir fyrrum félaga sinn úr Snæfell, Hlyn Bæringsson, og gætu kapparnir því hist á nýjan leik og þá sem andstæðingar en Hlynur leikur eins og kunnugt er með Sundsvall Dragons.
 
Hlynur og félagar í Sundsvall hafa svo gengið frá samningi við Alex Wesby sem gerði þriggja ára samning við félagið en sá kappi lék í Þýskalandi á síðasta tímabili.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -