Bergþóra Tómasdóttir hefur framlengt samning sinn við KR í Domino´s-deild kvenna. Nýráðinn þjálfari KR-inga, Björn Einarsson, sagði Bergþóru afar mikilvægan hlekki í liði KR.
„Við erum mjög sátt við það að Bergþóra ætli að taka slaginn með okkur í vetur,“ sagði Björn en Bergþóra var m.a. í æfingahóp A-landsliðsins á dögunum.
KR hafnaði í 7. sæti Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem Bergþóra var með 12,1 stig, 5,8 fráköst og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Mynd/ [email protected] – Bergþóra í leik með KR gegn Keflavík á síðasta tímabili.



