Bergþór Ægir Ríkharðsson og Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson hafa framlengt samningi sínum til eins árs við Fjölni. Þeir Hreiðar og Bergþór verða því áfram með Fjölni í 1. deild en Fjölnismenn sem höfnuðu í 2. sæti deildarkeppninnar féllu út eftir oddaleik við Skallagrím um laust sæti í Domino´s-deild karla.
Hreiðar Bjarki er tvítugur og var með 5,4 stig að meðaltali í leik fyrir Fjölni í vetur en Bergþór er 18 ára gamall og var með 9,7 stig, 3,5 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Efri mynd/ Hreiðar Bjarki kvittar undir við Fjölni.
Neðri mynd/ Bergþór Ægir kvittar undir við Fjölni.