NBA deildin hefur samþykkt að selja New Orleans Hornets til Tom Benson sem einnig er eigandi New Orleans Saints. Kaupverðið er litlar 338 milljónir Bandaríkjadala og eins og góður maður sagði: ,,Það er slatti af kókómjólk." En að öllu gamni slepptu er það um 43,5 milljarðar íslenskra króna.
Búist er við því að gengið verði frá kaupunum í lok þessarar viku en árið 2010 keypti NBA deildin Hornets og hafði leitað í um 16 mánuði að kaupanda áður en Benson steig fram. Í kaupunum kveður svo á um að liðið þurfi að vera í New Orleans Arena fram til ársins 2024.
Mynd/ Tom Benson pungar út tæpum 44 milljörðum íslenskra króna fyrir New Orleans Hornets.