spot_img
HomeFréttirBenedikt: Vona að við komum vel undan jólasteikinni

Benedikt: Vona að við komum vel undan jólasteikinni

14:42
{mosimage}

(Benedikt Guðmundsson)

Topplið KR heimsækir ÍR í Seljaskóla í kvöld í Reykjavíkurrimmu og von er á hörkuslag í Seljaskóla. KR leikur án Helga Magnússonar landsliðsmanns og ÍR hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Karfan.is ræddi stuttlega við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR um leikinn í kvöld en hann sagði KR hafa æft vel undanfarið nema hvað aðstoðarþjálfari hans Ingi Þór gæti hugsanlega hafa komið illa út úr jólahátíðinni!

ÍR var síðasta lið til að vinna KR og það á síðustu leiktíð. Reykjavíkurrimma í vændum og ættu körfuknattleiksáhugamenn ekki að fá þarna væna sýningu?
Þetta verður hörku leikur, engin spurning. ÍR hefur verið á miklu skriði eftir að Hreggi kom aftur inn eftir meiðsli og hafa unnið hvern leikinn á eftir öðrum.

Þið leikið án Helga Magnússonar í kvöld, hvenær er hann væntanlegur aftur í hópinn og hvað er að halda honum utan parketsins?

Helgi er á hækjum eins og er og verður ekki með í kvöld. Hann snéri sig illa á æfingu í vikunni og ómögulegt að segja hve lengi hann verður frá. 

Hvernig koma KR-ingar undan jólasteikinni?

Vel vona ég. Við höfum æft vel að undanförnu en við tókum okkur smá frí fyrir jól. Ég var með marga sem komu beint úr landsliðsprógrammi í haust og því gott fyrir þá að fá smá frí. Það skilar sér vonandi í vor og menn verði ferskir andlega og líkamlega.

 

Fyrir utan Helga, eru þá allir heilir og klárir í slaginni?
Allir aðrir heilir já. Reyndar hefur Ingi Þór Steinþórsson verið að kvarta yfir eymslum í magavöðvum eftir að hann fékk bumbubanann í jólagjöf en hann ætlar að harka af sér og verður á sínum stað í kvöld.

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -